Uppskrift 1:
9 bollar hveiti
2 bollar sykur
125 gr brætt smjörlíki
3 egg
3 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 - 3 tsk kardimommur
1 1/2 bolli súrmjólk
mjólk eftir þörfum
Uppskrift 2:
500 g hveiti
125 g sykur
50 g smjör
2 egg
3 tsk ger
1/2 tsk hjartarsalt
2 1/2 mjólk
Báðar þessar uppskriftir eru úr fórum mömmu. Veit hins vegar ekki hvor er betri.
Thursday, April 29, 2010
Indverskur fiskur
3 ýsuflök
9 heilar kardimommur
9 negulnaglar
1 tsk turmerik
1 tsk cumin
1 kanilstöng
1 laukur
2 rauðir þurrkaðir chilli
4 hvítlauksrif
2 sm engiferrót
3 msk olía
70 g tómatpúrra
400 g létt kókosmjólk
9 negulnaglar
1 tsk turmerik
1 tsk cumin
1 kanilstöng
1 laukur
2 rauðir þurrkaðir chilli
4 hvítlauksrif
2 sm engiferrót
3 msk olía
70 g tómatpúrra
400 g létt kókosmjólk
Byrjið á því að rista kryddið á þurri pönnu í nokkrar sekúndur. Takið pönnuna af hellunni á meðan laukur, hvítlaukur, chilli og engiferrót eru mixuð saman í blandara. Ég setti chilli piparinn heilan, fræin og allt og var hann svolítið sterkur. Þeir sem vilja hafa matinn mildari geta fræhreinsað chilli piparinn. Gætið þess vel að hráefnið maukist vel saman.
Þá er olíunni bætt út á pönnuna og kryddið er látið veltast um í olíunni í fimm mínútur. Þá er laukmaukinu blandað út á pönnuna og því hrært vel saman. Látið þetta malla á pönnunni í aðrar fimm mínútur áður en kókosmjólkinni og tómatpúrrunni er blandað saman. Látið suðuna koma upp. Þá er ýsan skorin í lekkera bita og hún látin eldast í sósunni. Það tekur sirka tíu til fimmtán mínútur.
Gott er að borða hrísgrjón með réttinum og svo sakar ekki að hafa apríkósusultu með.
Stolið af netinu.
Stolið af netinu.
Subscribe to:
Posts (Atom)