Rauðrófupottréttur
1 msk kaldpressuð olía, t.d. kókos eða ólífu
1 rauðlaukur, smátt saxaður
1 hvítlauksrif, pressað
1 msk fínt saxaður engifer
1 limelauf
1 ½ tsk malað cuminduft
1 tsk karrýduft eða curry paste
½ tsk turmeric
½ - 1 tsk himalayasalt
1/8 tsk cayenne pipar
3 stk meðalstórar rauðrófur
1 stk sæt kartafla
½ - 1 dós kókosmjólk
nokkrar kókosflögur*
ferskur kóríander
skerið laukinn í þunnar sneiðar, afhýðið rauðrófur og sætar kartöflur og skerið í litla bita. Mýkið laukinn í olíu í um 10 mín, en passið að hann brenni ekki. Kryddið og bætið rauðrófum, sætum kartöflum og kókosmjólk útí og sjóðið í minnst 1 klst. Mér finnst þessi réttur betri því lengur sem hann fær að sjóða. Þurristið kókosflögurnar á þurripönnu, fíntsaxið kóríanderinn og stráið þessu yfir réttinn áður en þið berið hann fram. Hann er frábær með fullt fullt af grænu salati.
Rauðrófu kokteill
1 kg rauðrófur
2 sellerístilkar
½ agúrka
5 cm biti fersk engiferrót
1 lime, afhýtt
½ tsk Alkalive duft
fullt af klaka
smá himalayasalt
setjið rauðrófur, sellerí, agúrku, engiferrót og lime í gegnum safapressu. Setjið þetta síðan í blandara með Alkalive duftinu, klakanum og smá himalayasalti og blandið vel saman.
Rauðrófusalat m/fræjum
2 rauðrófur, afhýddar og rifnar á grófu rifjárni
1 mangó, skorið í litla teninga
½ dl sesamfræ*
½ dl sólblómafræ*
½ dl graskerjafræ*
½ dl tamarisósa*
1 msk agavesýróp*
smá chilipipar og himalayasalt
salatsósa:
½ dl kaldpressuð ólífuolía
¼ dl ristuð sesamolía
2 msk sítrónu eða limesafi
2 msk tamarisósa*
2 msk fínt rifin engiferrót
1 hvítlauksrif, pressað
1 tsk wasabi duft eða ¼ tsk wasabi paste
Rífið rauðrófurnar á rifjárni og skerið mangóið í litla bita og setjið í skál. Setjið fræin í skál með tamarisósu, agavesýrópi og smá chilipipar og himalayasalti, blandið þessu vel saman og látið standa í um 15 mín. Þið getið annað hvort notað fræin svona marineruð eða marinerað þau fyrst og sett þau síðan í ofn og bakað þau við 200°c í um 5 mín. Setjið þau útí salatið. Hrærið öllu saman sem á að fara í salatsósuna og hellið yfir salatið.