½ rauðkálshaus
100 g smjör
2 dl púðursykur
2 dl hrásykur
2 kanilstangir
3 dl rauðvínsedik
Setjið smjörið í pott og bræðið. Skerið rauðkálið smátt og setjið í pottinn. Látið það mýjast vel í smjörinu. Þá er sykrinum, kanilstöngunum og rauðvínsedikinu bætt út í. Látið sjóða í 40 mínútur.
Leyfið rauðkálinu að kólna á hellunni og setjið svo í krukkur.