Monday, April 16, 2012

Rauðrófumauk

Rauðrófumauk

Birtist í Grænmeti, Meðlæti, Uppskriftir

Þetta mauk er æðislegt sem ídýfa fyrir grænmeti eða snakk, frábært á brauð eða heimabakað kex, gott í nesti með harðsoðnu eggi, með grillkjöti og lengi mætti telja.

Rauðrófumauk

  • 1 meðalstór rauðrófa
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 dl sýrður rjómi
  • 1 msk hörfræ, nigellu fræ eða sesamfræ
  • 1 msk furuhnetur
  • 1/2 tsk kóríander fræ
  • 1/2 tsk cumin fræ
  • smá ólífuolía
Tími: 10- 15 mínútur

Flysjaðu og rífðu niður rauðrófuna með fíngerðu rifjárni. Rífðu líka niður hvítlauksrifið. Hrærðu sýrða rjómanum saman við og kældu þetta inni í ísskáp.

Settu pönnu á meðalhita og þurrsteiktu furuhneturnar, fræin, kóríander fræin og cumin. Þegar allt er farið að ilma (eftir 30-60 sekúndur) þá skellirðu þessu í mortél og malar svo að úr verður hálfgert mauk. Láttu kólna í 5-10 mínútur.

Hrærðu nú kryddmaukinu við rauðrófumaukið. Dreifðu smávegis af ólífuolíu yfir og smávegis ferskum kryddjurtum.