Sætar kartöflur í hnetu- og engifersósu
Fyrir 4-6
- 2 tsk kókosfeiti
- 1 stór laukur, saxaður
- 4 hvítlauksgeirar, marðir
- 5 cm. engiferbútur, afhýddur og saxaður fínt
- 750 gr sætar kartöflur, saxaðar í smáa teninga
- 450 gr hvítkál, saxað í bita
- 1 tsk paprika
- 1 tsk cayennepipar (má sleppa til að hafa réttinn mildari)
- 400 gr saxaðir plómutómatar (ferskir eða í dós)
- 300 ml hreinn ananassafi
- 4 msk mjúkt hnetusmjör (maður á alltaf að kaupa lífrænt framleitt og án sykurs)
- Pipar
- Salt (t.d. Himalaya eða sjávarsalt)
Ofan á - 2 gulrætur, afhýddar og rifnar gróft á rifjárni
- 1 stór rauðrófa, afhýdd og rifin gróft á rifjárni
- 2 bananar, ágætlega þroskaðir sneiddir
- Safi af 1 límónu
- Hnefafylli ferskt coriander, rifið (má sleppa)
Aðferð: - Hitið 1 tsk af kókosfeitinni á stórri pönnu og bætið vatni við ef þarf.
- Steikið laukinn þangað til hann verður mjúkur.
- Bætið hvítlauknum og engiferinu saman við og steikið í nokkrar mínútur.
- Bætið hvítkálinu og sætu kartöflunum saman við og hitið vel.
- Þegar grænmetið fer að verða mjúkt bætið þá paprikunni og cayennepiparnum (ef notaður) saman við.
- Hrærið vel saman.
- Bætið tómötunum og ananassafanum saman við.
- Setjið lok á pönnuna og látið malla þangað til grænmetið er allt orðið mjúkt.
- Setjið hnetusmjörið saman við og hrærið allt vel saman.
- Saltið og piprið eftir smekk.
- Setjið í fallega skál og setjið bananasneiðarnar ofan á, svo gulræturnar og rauðkálið þar ofan á. Kreistið límónusafann yfir.
- Skreytið með coriander ef þið viljið.
- Berið fram með grjónum eða brauði.