Thursday, January 13, 2011
Sítrónuís
Friday, January 7, 2011
Sörur
Sörur frá Ástríði Guðmundsdóttur
40 – 50 stk.
200 g möndlur
3 1/4 dl flórsykur, sigtaður
3 eggjahvítur
Smjörkrem:
3/4 dl sykur
3/4 dl vatn
3 eggjarauður
150 g smjör, helst ósaltað, lint
1 msk kakóduft
1 tsk skyndikaffiduft
250 g hjúpsúkkulaði, dökkt ( Ópal hjúpsúkkulaði er best )
Ofninn hitaður í 180 C gráður. Möndlurnar fínmalaðar í matvinnsluvél eða blandara og flórsykrinum hrært saman við. Eggjahvíturnar stífþeyttar og síðan er möndlublöndunni hrært gætilega saman við með sleikju. Sett með teskeið á pappírsklæddar bökunarplötur og kökurnar bakaðar í 12-15 mínútur og látnar kólna.
Sykur og vatn sett í pott, hitað að suðu og hrært þar til sykurinn er uppleystur en síðan soðið áfram þar til lögurinn hefur þykknað ögn en er ekkert farinn að breyta lit, eða í 8 til 10 mínútur. Eggjarauðurnar þeyttar mjög vel og síðan er heitum sykurleginum þeytt saman við í mjórri bunu. Fara þarf varlega svo hann slettist ekki um allt og er best að hella honum ekki beint á þeytarana. Látið kólna nokkuð og síðan er linu smjörinu þeytt saman við og að lokum kakódufti og kaffi, ef það er notað. Kælt vel. Súkkulaðið brætt í vatnsbaði eða örbylgjuofni og síðan er köldu kreminu smurt nokkuð þykkt á botninn á marenskökunum og þeim síðan dýft í súkkulaðið ( á að vera um 40 C gráður), þannig að kremhliðin sé þakin súkkulaði. Kökurnar er best að geyma í kæli eða í frysti.
Þessar smákökur, sem eiginlega eru hálfgert konfekt, eru kenndar við hina frægu frönsku leikkonu, Sarah Bernhardt, og munu hafa orðið til í Danmörku snemma á 20. öld, raunar upphaflega sem terta en ekki smákökur. Þær eru alkunnar í Danmörku og hér á landi en ofsagt er að þær séu heimsþekktar, eins og stundum er fullyrt.
Roasted Lemon Cilantro Chicken
Cilantro, lemon and garlic infuse the meat with flavor while it roasts. The paste may be doubled, reserving half to serve as an accompaniment to the chicken. Requires some advance preparation.
Makes 4 to 5 servings
2 large garlic cloves
1/2 cup chopped fresh cilantro sprigs
2 tablespoons freshly squeezed lemon juice
3 teaspoons sea salt, divided
1 teaspoon finely grated lemon zest
1/4 teaspoon saffron threads
3 tablespoons extra-virgin olive oil, divided
1 whole 3- to 4-pound chicken
1 teaspoon freshly ground black pepper
For the paste, combine garlic, cilantro, lemon juice, 2 teaspoons salt, lemon zest and saffron in a mortar with pestle or bowl of a food processor. Smash or grind to a paste. Stir or pulse in 2 tablespoons olive oil.
Gently slide your fingers between the breast meat and skin and rub the paste all over the meat, carefully reaching the upper thighs without tearing the skin. Rub additional paste inside the cavity. Brush the outside of the skin with 1 tablespoon olive oil. Sprinkle with 1 teaspoon salt and black pepper. Place on tray or platter, breast-side up and cover loosely with plastic wrap. Refrigerate at least 2 hours and up to 6 hours. Remove from refrigerator 30 minutes before roasting.
Preheat oven to 450 degrees. Place chicken, breast-side up, in a roasting pan. Roast for 20 minutes. Carefully turn chicken over with tongs. Roast another 20 minutes. Turn chicken over once more, breast-side up. Continue roasting 20 minutes.
Check to see if chicken is done by carefully cutting skin between breast and thigh. If meat is pink, return to oven for an additional 10 to 15 minutes. Chicken is cooked when meat is no longer pink, and clear juices run from the thigh when pierced with a knife. Remove from oven, cover loosely with foil and let rest 15 minutes before carving.
From New York Times