Tuesday, November 22, 2011

Einfaldasta bananapæ í heimi

4-5 bananar
50-100 gr brasilíuhnetur

100 gr smjör
1 egg

100 gr haframjöl
100 gr heilhveiti
100 gr hrásykur
1-2 tsk kanill

Bananarnir skornir í bita og settir í smurt eldfast mót.
Það er betra að þeir séu frekar þroskaðir.

Brasilíhneturnar skornar í bita og settar þar yfir.
Mega vera hvernig hnetur sem er – má líka alveg sleppa þeim.
Pekanhnetur eða valhnetur passa líka vel.

“Deigið”:

Smjörið brætt.
Þurrefnunum blandað saman.
Smjörinu bætt útí þurrefnin og síðan er egginu bætt við.

Sett yfir bananana ( bara svona “fjálslega” – algjör óþarfi að vanda sig of mikið!)
og síðan inn í ofn við 180-190 gráður þar til gullið.

Af matarbloggi http://sigurveigkaradottir.wordpress.com/2011/11/22/einfaldasta-bananapae-i-heimi/

No comments:

Post a Comment