Þegar það er svona dimmt og kuldalegt úti þykir mér notalegt að kveikja á kertum og bjóða upp á góða súpu og brauð. Slíkar máltíðir gera lífið svo ljúft. Þessi súpa er þó einstaklega ljúf því hún er í senn æðislega bragðgóð, ofboðslega einföld og sérlega fljótgerð.
Það er upplagt að gera vel af súpunni og frysta í einstaklingsskömmtum því það er svo gott að geta tekið hana með í nesti eða gripið til hennar eftir langan dag. Dásamleg máltíð sem vert er að prófa.
Kjúklingasúpa með tómötum, karrý og epli (uppskrift frá Arla)
- 300 g kjúklingabringur
- 1 laukur
- 1 epli
- 1 msk karrý
- 2 dósir niðursoðnir tómatar (samtals 800 g)
- 1 dl vatn
- 2 grænmetisteningar
- 2 ½ dl rjómi
- smá sykur
- salt og pipar
Skerið kjúklinginn í litla bita, fínhakkið laukinn og rífið eplið. Steikið kjúklinginn, laukinn, eplið og karrý í smjöri þar til mjúkt. Bætið tómötum, vatni, grænmetisteningum og rjóma saman við. Látið sjóða í 5 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Smakkið til með smá sykri, salti og pipar.
Af http://ljufmeti.com
No comments:
Post a Comment