Thursday, March 5, 2015

Pipp ostakaka

IMG_20150108_105047
IMG_20150108_105254
Botn:
  • 1 & 1/2 oreo kexpakki
  • 120 – 150 gr íslenskt smjör (við stofuhita)
Skellið kexinu í matvinnsluvél og þegar það er klárt bætið þið við smjörinu. Ég setti 150 gr af smjöri en ég mæli með að byrja að setja ca. 120 gr og síðan bæta við ef ykkur finnst vanta uppá. Ég klippti síðan smjörpappír til að setja í botnin á kökuforminu, en ég notaði 24cm form, til þess að auðvelt væri að losa oreobotnin úr forminu. Geymdi þetta í kæli í ca. 1 & 1/2 klst og fjarlægði þá smjörpappírinn og setti oreobotnin ofan í bert kökuformið.
Fylling:
  • 225 gr philadelphia rjómaostur
  • 250 ml rjómi (þeyttur)
  • 1 tsk vanillusykur
  • 2 tsk kakó (ég notaði frá nóa síríus)
  • 200 gr piparmyntupipp Nóa
  • 2 tappar piparmyntudropar
Ég byrjaði á því að þeyta rjóman og setti hann til hliðar á meðan ég hrærði rjómaostin. Blandaði rjómanum saman við rjómaostin og bætti síðan við vanillusykrinum, kakóinu og piparmyntudropunum. Á meðan þetta blandaðist saman í hrærivélinni þá bræddi ég 100 gr pipp með smá rjómaslettu út í, lét það kólna pínu og blandaði svo saman við fyllinguna. Mig langaði að hafa smá nammi í kökunni svo ég skar niður 100 gr pipp, frekar smátt, og blandað saman við með sleikju. Það má sleppa því, en ég mæli hinsvegar með því að hafa það með. Þessu er svo skellt ofan á oreobotnin og geymt í kæli í nokkrar klst þar til kakan er orðin stíf og hægt er að losa hana úr forminu. Ég skreytti síðan með smá bræddum súkkulaðidropum, pippi og jarðaberjum.
Af http://erlagudmunds.com

No comments:

Post a Comment