Friday, January 30, 2015

FLATKÖKUR / ICELANDIC FLATBREAD

Ómissandi hluti af Þorranum eru flatkökur eða rúgkökur, eins og við segjum fyrir vestan. Það er einfaldlega vegna þess að notað er rúgmjöl í kökurnar en það er þó ekki gert alls staðar. Í Vík í Mýrdal bakar Svanhvít Sveinsdóttir hefðbundnar flatkökur án rúgmjöls eftir uppskrift frá föðurömmu sinni og þar sem þetta eru snilldargóðar flatkökur þá fengum við góðfúslegt leyfi til að birta uppskriftina hér. / We are baking traditional Icelandic flatbread, using an old recipe that originate in Vík in Mýrdal, at the southcoast of Iceland.
3½ bolli hveiti / cups plain flour
1,25 bolli heilhveiti / cups whole wheat
1 bolli haframjöl / cup oatmeal
3 msk sykur / tbsp sugar
1 tsk salt / tsp salt
1½ tsk lyftiduft / baking powder
8–9 dl sjóðandi vatn / boiling water
Setjið hveiti, heilhveiti, lyftiduft, salt og sykur í hrærivélarskál. Gerið holu í miðjuna og setja haframjölið þar í. Hellið smávegis af bullsjóðandi heitu vatni yfir haframjölið og látið standa smá stund. Hellið síðan afganginum af sjóðandi vatni út í deigið og hnoðið með hnoðaraspaðanum. Geymið deigið í plastpoka til að halda á því hita. Deigið er best af það nær ekki að kólna mikið áður en bakað er úr því. Takið bita, fletjið út og skerið kringlótta köku. Þegar allar kökurnar hafa verið skornar eru þær pikkaðar með gafli. Best er að steikja kökurnar á eldavélarhellu eða góðri pönnu. Steikið hverja köku á báðum hliðum þar til svartir flekkir fara að myndast. Um leið og hver kaka er bökuð er þeim staflað á disk og rakt viskastykki breytt yfir svo þær harðni ekki. Úr uppskriftinni eiga að fást 17 kökur miðað við stóra bolla.
– – –
Mix together in a bowl the dry ingredients, except the oatmeal. Make a hole in the middle and fill it with the oatmeal. Pour about 2-3 dl of boiling water over the oatmeal and let it wait for few minutes. Add rest of boiling water and knead the dough in a stand mixer. The dough should be stiff but not dry. Store in a plastic bag to keep the dough warm for best results in baking. Take piece of the dough, roll it out thinly and cut a round and set aside. Knead the cut-off back into the dough and repeat the process. Continue until the dough has been used up and then prick the rounds with a fork. The traditional way to cook them is directly on the stove burner but you can also use a heavy frying pan. Cook for about a minute or two, until the bottom is brown then turn over and cook on the other side. Stack the rounds on a plate as soon as they are baked and cover with moist towel. The recipe should make 17 rounds, using big cups.

No comments:

Post a Comment