Tuesday, January 27, 2015

Kladdkaka með tyrkis pebber og súkkulaði


P1120735
Ég fór með þessa köku í vinnuna á bóndadaginn. Bæði því mig langaði rosalega að prófa að baka kladdköku með tyrkis pebber og svo því það var bóndadagur, ég nýti öll tilefni til að prófa nýjar kökuuppskriftir eins og þið vitið. Kakan sló í gegn, svona vægast sagt, ég fékk nokkur bónorð og mikið hrós. Góð fyrir sjálfsálitið þessi kaka s.s. ;)
Kladdkaka með tyrkis pebber
110 g smjör
3/4 dl sykur
1 dl hveiti
1/2 dl kakó
1 egg
1 tsk vanilludropar
1/2 dl piparbrjóstsykur (fyrir mölun)
30 g súkkulaðibitar (c.a 1/2 dl)
P1120730
Bræðið smjör, bætið öllu út í nema súkkulaði og brjóstsykri. Passið að setja eggið ekki út í strax ef blandan er mjög heit, þá eldast það og það á ekki að vera þannig. Brjótið brjóstsykurinn, ég gerði það þannig að ég setti hann í poka, og lamdi með tómri glerkrukku þar til molarnir voru eftir mínum smekk. Ég hef gert þetta með töfrasprotanum mínum líka en þá finnst mér hann verða of malaður og ég vil það ekki. Bætið brjóstsykri og súkkulaði út í og blandið. Ekki of mikið svo súkkulaðið bráðni ekki. Bakið í 10 mín við 175°C. Það miðar við 18 cm form. Ef þið notið stærra form bakið þið styttra, þetta er samt svo lítil uppskrift að ég mæli þá frekar með að tvöfalda hana og ef þið viljið nota stærra form, annars verður kakan svo þunn.  Kakan mun líta út fyrir að vera hálf hrá en hún á að gera það. Þið ætlið nefnilega ekki að borða hana fyrr en hún er orðin alveg köld, helst ekki fyrr en á morgun, eða a.m.k ekki fyrr en eftir nokkra klukkutíma og alls ekki ef hún er heit. Eg ítreka, ALLS EKKI BAKA KÖKUNA LENGUR! Þið munið sjá eftir því.
Kakan er best köld og ís setur svo punktinn yfir i-ið og ekki er verra ef þið myljið meiri brjóstsykur yfir hann.
Tekið af https://kruderiogkjanabangsar.wordpress.com

No comments:

Post a Comment