Saturday, January 24, 2015

Góm­sæt súkkulaði-stykki


Þetta sælgæti er virkilega girnilegt.
Grasa­lækn­ir­inn Ásdís Ragna Ein­ars­dótt­ir er snill­ing­ur í eld­hús­inu og kann sko að reiða fram góm­sæta rétti. Hérna kem­ur upp­skrift frá Ásdísi af „Bounty-stykkj­um“ sem eru í holl­ari kant­in­um, þetta sæl­gæti er auðvelt að út­búa og inni­held­ur aðeins fjög­ur hrá­efni.
Hrá­efni:
2 boll­ar kó­kos­mjöl
1 bolli fljót­andi kó­kosol­ía
1-2 mat­skeiðar líf­rænt aga­ves­íróp eða hun­ang
150 grömm dökkt líf­rænt súkkulaði
Aðferð:
  1. Öllu hrá­efn­inu, nema súkkulaðinu, er hrært sam­an í stóra skál. Blönd­unni er svo þjappað í form ofan á bök­un­ar­papp­ír. Þetta er haft í frysti í u.þ.b. 30 mín­út­ur.
  2. Þá er „kak­an“ tek­in út úr frysti og skor­in niður í hæfi­lega stóra bita. Súkkulaðið er svo brætt yfir vatnsbaði og bit­un­um velt upp úr súkkulaðinu.
  3. Bounty-bit­un­um er þá raðað á bök­un­ar­papp­ír og hafðir aft­ur inni í frysti í nokkr­ar mín­út­ur þar til súkkulaðið er storknað.
Þetta gómsæta sælgæti tekur örfáar mínútur að undirbúa.
Þetta góm­sæta sæl­gæti tek­ur ör­fá­ar mín­út­ur að und­ir­búa.

No comments:

Post a Comment