Thursday, December 30, 2010

Rauðkál

½ rauðkálshaus

100 g smjör

2 dl púðursykur

2 dl hrásykur

2 kanilstangir

3 dl rauðvínsedik

Setjið smjörið í pott og bræðið. Skerið rauðkálið smátt og setjið í pottinn. Látið það mýjast vel í smjörinu. Þá er sykrinum, kanilstöngunum og rauðvínsedikinu bætt út í. Látið sjóða í 40 mínútur.

Leyfið rauðkálinu að kólna á hellunni og setjið svo í krukkur.

Saturday, December 4, 2010

Piparkökur

150 g (1 3/4 dl) ljós eða dökkur púðursykur
250 g (1 1/2 dl) síróp
1 tsk engifer
3 tsk kanill
1/2 - 2/4 tsk negull
150 g smjör eða smjörlíki
1 egg
2 tsk sódaduft
5-600 g hveiti (10-12 dl)
Suðan látin koma upp á sykri, sírópi og kryddi, sódaduft hrært saman við meðan það er heitt, þar til lögurinn er orðinn að léttri kvoðu. Smjörið sett í skál og blöndunni hellt heitri yfir.
Hrært í þar til smjörið er bráðið, blandið þá egginu í og síðast hveitinu, en ekki fyrr en blandan er alveg köld. Deigið hnoðað saman á borði. Þá má fletja það út strax og skera út kökur. Kringlóttar eða myndakökur sem skreyta má. Líka má gera kökuhús.
Líka má geyma deigið í kæliskáp í nokkra daga. Ekki nota meira hveiti en nauðsyn er þegar það er flatt út. Kökurnar eru bakaðar við 225 g hita í ca 8 mínútur. Kökurnar teknar af pönnunni strax, áður en þær harðna. Úr þessu eiga að koma 130-140 kökur af venjulegri stærð.