Monday, January 1, 2018

Jólaísinn þeirra ömmu og mömmu

jolaisinn8_sHeimagerður ís er eitt það besta sem hægt er að hafa í eftirrétt á jólunum. Þessi uppskrift er búin að vera lengi í fjölskyldunni. Amma mín Steinunn Gísladóttir lærði að gera hann þegar hún var vinnukona í vist á Laufásveginum árið 1947. Ísinn er himneskur og yndislega einfaldur.
Amma taldi uppskriftina koma frá fjölskyldu frúarinnar sem hún vann hjá en sú frú var ættuð úr Vatnsdalnum í Austur-Húnavatnssýslu. Síðan tók mamma að gera þessa uppskrift  og tók uppskriftina með sér norður í Húnavatnssýslu til Blönduós og ísinn hefur fylgt okkar jólum síðan ég man eftir mér.
Vanilluís
1/2 l rjómi
6 egg
100 g sykur
2 tsk vanilludropar
Aðferð
Skiljið að eggjahvítur og eggjarauður og setjið í skálar sem hægt er að þeyta þær í.
jolaisinn1_s
Byrjið á því að þeyta saman eggjarauður og 100 grömm af sykri þar til blandan verður þykk og ljósgul.
jolaisinn2_s
Næst eru eggjahvíturnar þeyttar vel þar til þær verða léttar og þykkar.
jolaisinn3_s
Rjóminn er þeyttur seinast en setjið 2 tsk af vanilludropum út í rjómann áður en þið þeytið hann. Síðan er þeytta rjómanum bætt út í eggjarauðurnar og hrært varlega saman.
jolaisinn4_s
Eggjahvíturnar fara seinast út í blönduna. Best er að hræra þessa blöndu varlega saman með sleikju.
jolaisinn5_s
Þegar búið er að blanda ísinn er hann setur í form. Þið fáið um það bil tvo lítra af ís út úr þessari blöndu. Sniðugt er að setja þessa blöndu í sérstakt ísform eða í einhver ísbox sem þið hafið geymt. Ef ykkur langar í súkkulaðibitaís, þá getið þið saxað uppáhalds súkkulaðið ykkar í litla eða stóra bita og hrært saman við blönduna. Ísinn er glerharður þegar hann er tekinn úr frysti, þannig að það er gott að taka hann út um það bil 1 klst fyrir eftirrétta gleði og geyma í ískápnum, þá ætti hann að vera orðin mátulega mjúkur.
jolaisinn7_s
Verði ykkur að góðu.
Tekið af https://bukonan.wordpress.com