Saturday, October 23, 2010

Sætar kartöflur í hnetu- og engifersósu


Litríkur, afrískur grænmetisréttur - Smelltu á myndina til að sjá stærri mynd, opnast í nýjum gluggaSætar kartöflur eru notaðar mikið í vestur Afríku og ásamt hnetum gerir þennan rétt bæði saðsaman og sætkryddaðan. Það er kannski svolítið skrítin innihaldlýsingin...ananassafi, hnetusmjör og hvítkál!!! Trúið mér samt að maturinn er rosa góður. Rétturinn hentar börnum einkar vel þar sem hann er mildur en mátulega kryddaður og fullur af hollu grænmeti. Þess skal þó gætt að börnin hafi ekki ofnæmi fyrir hnetum áður en þau byrja að borða matinn þar sem jarðhnetur eru einn almesti ofnæmisvaldur ungra barna. Þessi réttur er úr bókinni World Food Cafe og heitir eftir samnefndum veitingastað í London. Staðurinn er einn af mínum uppáhaldsstöðum í London og bókin er ein af mínum uppáhalds líka. Ég á eftir að setja inn margar uppskriftir úr þessarri bók á vefinn. Kannski geri ég einhvern tímann svona World Food Cafe Sigrun bók... hver veit! Gerið nóg af þessum mat því hann er rosa góður daginn eftir og helst ef hann fær að malla á vægum hita undir loki í einhvern tíma áður en hann er borinn fram.

Sætar kartöflur í hnetu- og engifersósu
Fyrir 4-6

  • 2 tsk kókosfeiti
  • 1 stór laukur, saxaður
  • 4 hvítlauksgeirar, marðir
  • 5 cm. engiferbútur, afhýddur og saxaður fínt
  • 750 gr sætar kartöflur, saxaðar í smáa teninga
  • 450 gr hvítkál, saxað í bita
  • 1 tsk paprika
  • 1 tsk cayennepipar (má sleppa til að hafa réttinn mildari)
  • 400 gr saxaðir plómutómatar (ferskir eða í dós)
  • 300 ml hreinn ananassafi
  • 4 msk mjúkt hnetusmjör (maður á alltaf að kaupa lífrænt framleitt og án sykurs)
  • Pipar
  • Salt (t.d. Himalaya eða sjávarsalt)

    Ofan á
  • 2 gulrætur, afhýddar og rifnar gróft á rifjárni
  • 1 stór rauðrófa, afhýdd og rifin gróft á rifjárni
  • 2 bananar, ágætlega þroskaðir sneiddir
  • Safi af 1 límónu
  • Hnefafylli ferskt coriander, rifið (má sleppa)

    Aðferð:
  • Hitið 1 tsk af kókosfeitinni á stórri pönnu og bætið vatni við ef þarf.
  • Steikið laukinn þangað til hann verður mjúkur.
  • Bætið hvítlauknum og engiferinu saman við og steikið í nokkrar mínútur.
  • Bætið hvítkálinu og sætu kartöflunum saman við og hitið vel.
  • Þegar grænmetið fer að verða mjúkt bætið þá paprikunni og cayennepiparnum (ef notaður) saman við.
  • Hrærið vel saman.
  • Bætið tómötunum og ananassafanum saman við.
  • Setjið lok á pönnuna og látið malla þangað til grænmetið er allt orðið mjúkt.
  • Setjið hnetusmjörið saman við og hrærið allt vel saman.
  • Saltið og piprið eftir smekk.
  • Setjið í fallega skál og setjið bananasneiðarnar ofan á, svo gulræturnar og rauðkálið þar ofan á. Kreistið límónusafann yfir.
  • Skreytið með coriander ef þið viljið.
  • Berið fram með grjónum eða brauði.

Thursday, October 21, 2010

Malooba - palestínskur kjúklingur


Malooba - palestínskur kjúklingur

Þessa uppskrift fékk ég frá palestínskum skólabróður á háskólaárum mínum í Þýskalandi fyrir langa löngu en við elduðum stundum saman. Þetta er útgáfa móður hans af klassískum arabískum rétti sem heitir Malooba. Það er best að gera hann í mjög stórum potti og þetta er full máltíð fyrir um sex.

Það þarf þó ekki að hafa áhyggjur af hugsanlegum afgöngum. Þetta er einn af þessum réttum sem verður bara betri daginn eftir.

Hráefni

  • 1 pakkning kjúklingaleggir
  • 1 pakkning kjúklingalæri
  • 1 lítill blómkálshaus
  • 500 g kartöflur
  • 2 laukar, saxaðir
  • 6 hvítlauksgeirar, saxaðir
  • 4 dl hrísgrjón (long grain)
  • 1 dós grísk jógúrt
  • 1 msk cummin
  • 1 tsk cayennepipar
  • 2 lárviðarlauf
  • 2 dl olía
  • Salt

Aðferð

  1. Skerið kartöflurnar og blómkálið í sneiðar
  2. Hitið olíu á pönnu og steikið kartöflursneiðarnar þar til að þær hafa tekið á sig góðan lit, 5-8 mínútur. Takið af pönnunni og geymið.
  3. Steikið blómkálsbitana á pönnu þar til þeir hafa tekið á sig góðan lit. Geymið.
  4. Hitið olíu í stórum, þykkbotna potti. Steikið kjúklingabitana í um 5 mínútur. Bætið við lauk og hvítlauk. Blandið vel saman og steikið áfram í 3-4 mínútur.
  5. Bætið hrísgrjónunum saman við og blandið vel.
  6. Setjið cummin, cayennepipar og lárviðarlauf saman við. (einnig er hægt að nota negulnagla og kardimommur þessu til viðbótar) Saltið.
  7. Bætið steiktu kartöflunum og blómkálinu saman við.
  8. Hellið vatni í pottinn þannig að það rétt þekji kjúklinginn, kartöflurnar og blómkálið.
  9. Látið malla á vægum hita þar til að hrísgrjónin eru soðin og vatnið að mestu gufað upp.
  10. Berið strax fram. Annað hvort í pottinum eða hellið yfir á stórt fat.

Berið fram með grískri jógúrt og fersku salati.

Tekið af mbl.is

Friday, October 1, 2010

Vindaloo kjúklingur


Vindaloo

Vindaloo er að finna á matseðli flestra indverskra veitingahúsa en rétturinn kemur upprunalega frá Goa á vesturströnd Indlands. Þar er töluvert um portúgölsk áhrif og er talið að nafnið megi rekja til Carne de vinha d'alhos en uppistaðan í þeim rétti er svínakjöt, hvítlaukur og vínedik. Bætið við fullt af indverskum kryddum og útkoman er Vindaloo. Þetta er nokkuð kryddaður réttur en hægt er að stjórna því með því að fækka eða fjölga chili-piparnum.

1 kg svínahnakki

1 laukur, saxaður

2 tsk kóríanderfræ

2 tsk cumin-fræ

5 kardamommur, einungis fræin innan úr belgjunum

5 negulnaglar

1 kanilstöng

10 hvítlauksgeirar

3 sm engiferrót, flysjuð og rifin

3-5 rauðir chilipiparbelgir (þeir eru mildari ef þið fræhreinsið þá)

3 msk vínedik

2 dl cashewhnetur

10 svört piparkorn

Malið kanilstöng, kóríanderfræ, cuminfræ, piparkorn og negulnagla í morteli eða kaffikvörn.

Skerið kjötið í teninga. Maukið engifer, hvítlauk, chilipipar og vínedikið saman í matvinnsluvél. Bætið kryddblöndunni saman við. Blandið maukinu saman við kjötbitana og leyfið að marinerast í 1-2 klukkustundir.

Hitið olíu á pönnu. Setjið laukinn á pönnuna og steikið þar til að hann er orðinn mjúkur eða í um þrjár mínútur. Bætið kjötinu út á pönnuna og stekið í 5-6 mínútur eða þar til allir bitarnir hafa tekið á sig gylltan lit.

Setjið lok á pönnuna og lækkið hitann. Leyfið kjötinu að malla á pönnunni á mjög vægum hita í um 40 mínútur. Bætið örlítilli skvettu af vatni við ef þarf.

Hitið olíu á annarri pönnu og steikið cashewhneturnar þar til að þær eru orðnar gylltar.

Berið kjötið fram með hrísgrjónum, cashwhnetunum, naan-brauði og raita-jógúrtsósu.

Tekið af mbl.is