Sunday, June 16, 2013

Kókoskúlur

Gömlu góðu kókoskúlurnar standa alltaf fyrir sinu, auðveldar og góðar og gaman að búa til með krökkunum. Einföld uppskrift: 1 1/2 dl kókosmjöl 3 dl haframjöl 1 tsk.vanillusykur (eða dropar) 2 msk. kakó 2 msk. kalt vatn (eða kaffi ef það er til á könnunni, en passið að kæla það) 1 1/2 dl flórsykur 100 g smjör Blandið saman þurrefnunum. Hitið smjör í potti og blandið öllu saman ásamt vatni (eða kaffi) Látið deigið stifna í ísskáp í ca.30 mínútur. Mótið kúlur. Hellið kókosmjöli í skál og veltið þeim svo upp úr því, eða setjið kókosmjölið i poka og hristið kúlurnar i pokanum. Eins er hægt að skreyta þær með kakódufti, hnetukurli eða öðru sem ykkur dettur í hug. Geymið í kæli.