Friday, January 30, 2015

Pabbabrauð


3 og 1/2 bolli hveiti
3 bollar af heilhveiti
2 matskeiðar sykur
5 teskeiðar lyftiduft
1 teskeið salt
700 ml volg mjólk
Þessu er öllu hrært saman og skipt í tvö form. Brauðin fara inn í kaldan ofn á 200° í 30 mínútur. Síðan er slökkt á ofninum og brauðin látin dvelja í honum í sirka 20 mínútur í viðbót.
IMG_2832
Mmm. Ég finn lyktina við það eitt að horfa á þessar myndir. Hún er dásamleg get ég sagt ykkur. Enda fátt sem ilmar betur en nýbakað brauð.
IMG_2838

Guðdómlega gott með smjöri og osti. Alveg guðdómlega! Ein sneið og heitur kakóbolli – ég slæ ekki höndinni á móti slíku í þessum kulda.

FLATKÖKUR / ICELANDIC FLATBREAD

Ómissandi hluti af Þorranum eru flatkökur eða rúgkökur, eins og við segjum fyrir vestan. Það er einfaldlega vegna þess að notað er rúgmjöl í kökurnar en það er þó ekki gert alls staðar. Í Vík í Mýrdal bakar Svanhvít Sveinsdóttir hefðbundnar flatkökur án rúgmjöls eftir uppskrift frá föðurömmu sinni og þar sem þetta eru snilldargóðar flatkökur þá fengum við góðfúslegt leyfi til að birta uppskriftina hér. / We are baking traditional Icelandic flatbread, using an old recipe that originate in Vík in Mýrdal, at the southcoast of Iceland.
3½ bolli hveiti / cups plain flour
1,25 bolli heilhveiti / cups whole wheat
1 bolli haframjöl / cup oatmeal
3 msk sykur / tbsp sugar
1 tsk salt / tsp salt
1½ tsk lyftiduft / baking powder
8–9 dl sjóðandi vatn / boiling water
Setjið hveiti, heilhveiti, lyftiduft, salt og sykur í hrærivélarskál. Gerið holu í miðjuna og setja haframjölið þar í. Hellið smávegis af bullsjóðandi heitu vatni yfir haframjölið og látið standa smá stund. Hellið síðan afganginum af sjóðandi vatni út í deigið og hnoðið með hnoðaraspaðanum. Geymið deigið í plastpoka til að halda á því hita. Deigið er best af það nær ekki að kólna mikið áður en bakað er úr því. Takið bita, fletjið út og skerið kringlótta köku. Þegar allar kökurnar hafa verið skornar eru þær pikkaðar með gafli. Best er að steikja kökurnar á eldavélarhellu eða góðri pönnu. Steikið hverja köku á báðum hliðum þar til svartir flekkir fara að myndast. Um leið og hver kaka er bökuð er þeim staflað á disk og rakt viskastykki breytt yfir svo þær harðni ekki. Úr uppskriftinni eiga að fást 17 kökur miðað við stóra bolla.
– – –
Mix together in a bowl the dry ingredients, except the oatmeal. Make a hole in the middle and fill it with the oatmeal. Pour about 2-3 dl of boiling water over the oatmeal and let it wait for few minutes. Add rest of boiling water and knead the dough in a stand mixer. The dough should be stiff but not dry. Store in a plastic bag to keep the dough warm for best results in baking. Take piece of the dough, roll it out thinly and cut a round and set aside. Knead the cut-off back into the dough and repeat the process. Continue until the dough has been used up and then prick the rounds with a fork. The traditional way to cook them is directly on the stove burner but you can also use a heavy frying pan. Cook for about a minute or two, until the bottom is brown then turn over and cook on the other side. Stack the rounds on a plate as soon as they are baked and cover with moist towel. The recipe should make 17 rounds, using big cups.

Tuesday, January 27, 2015

Fenníku-, sítrus- og salt­leg­inn kalk­únn

fyr­ir 8-10
1 kalk­únn, 5-6 kg
150 g smjör, við stofu­hita
1 hvít­lauks­geiri, pressaður
1 msk. fenníku­fræ, steytt
1 tsk. rós­marín, steytt
½ tsk. nýmalaður pip­ar
safi og fínt rif­inn börk­ur af 1 sítr­ónu
2 msk. fenníku­lauf, smátt söxuð
Takið inn­mat­inn inn­an úr fugl­in­um og setjið fugl­inn á kaf ofan í kryddpækil­inn. Geymið á köld­um stað í 24-48 klukku­stund­ir. Takið þá kalk­ún­inn úr leg­in­um, þerrið og skerið væng­end­ana af. Ef þið viljið má sleppa þessu skrefi með pækil­inn en hann ger­ir fugl­inn ein­stak­lega safa­rík­an og bragðgóðan.
Blandið smjöri, hvít­lauk, kryddi, sítr­ónusafa, -berki og fenníku­lauf­um sam­an í skál og setjið í sprautu­poka. Smeygið hend­inni á milli bring­unn­ar og hams­ins og losið ham­inn frá al­veg að hálsi, vængj­um og lær­um. Sprautið krydds­mjör­inu und­ir ham­inn og jafnið það út.
Fyllið fugl­inn með fenníku­fyll­ing­unni og setjið í ofnskúffu. Bakið í 190°C heit­um ofni í 15 mín­út­ur eða þar til hann er orðinn fal­lega brúnaður, lækkið þá hit­ann í 150°C og bakið í 45 mín­út­ur fyr­ir hvert kíló eða þar til kjarn­hiti nær 70°C. Ausið smjör­inu og soðinu úr ofnskúff­unni reglu­lega yfir kalk­ún­inn á meðan hann er í ofn­in­um.
Berið fugl­inn fram með fenníkusós­unni, fyll­ing­unni, kart­öfl­um og græn­meti eft­ir smekk.
Kryddpæk­ill
6 l vatn
3 ½ dl salt
3 ½ dl syk­ur
1 msk. rós­marín
1 msk. fenníku­fræ
½ fenníka, smátt söxuð
1 lauk­ur, smátt saxaður
2 hvít­lauks­geir­ar, smátt saxaðir
3 cm engi­fer­rót, skræld og smátt söxuð
1 app­el­sína, skor­in í sneiðar
2 l eplasíder
Setjið 2 l af vatni í pott ásamt öllu öðru í upp­skrift­inni nema eplasíder.
Sjóðið í 10 mín­út­ur og kælið síðan vel. Hellið krydd­vatn­inu í stóra fötu, pott eða annað ílát sem rúm­ar kalk­ún­inn. Hellið rest­inni af vatn­inu út í og blandið eplasíder sam­an við.
Fenníku­fyll­ing
2 msk. olía
1 msk. fenníku­fræ
1 fenníka, smátt söxuð
1 lauk­ur, smátt saxaður
1 ½ dl hvít­vín eða vatn
10 brauðsneiðar, skorpu­laus­ar og
skorn­ar í ten­inga
2 egg
300 g soðið banka­bygg
½ dl sam­buca, má sleppa
2-3 msk. sítr­ónusafi
1 tsk. salt
nýmalaður pip­ar
Hitið olíu í potti og látið fenníku­fræ, saxaða fenníku og lauk krauma í 2 mín­út­ur án þess að brún­ast. Hellið hvít­víni út í og sjóðið niður um ¾, kælið. Setjið blönd­una í skál ásamt rest­inni af hrá­efn­un­um og blandið vel sam­an.

Kalk­úna­sal­at með spínati og sítr­ónu­dress­ingu

Kalk­úna­sal­at
Fyr­ir 4-6
400 g kalk­úna­af­gang­ar, skorn­ir í bita
1 poki spínat
2 lárper­ur, hýðis- og stein­laus­ar, skorn­ar í bita
1 ag­úrka, skræld og kjarn­hreinsuð, skor­in í bita
1 dl kasjúhnet­ur
2 dl græn vín­ber, má sleppa
salt og nýmalaður pip­ar
400 g pasta, soðið skv. leiðbein­ing­um á umbúðum.
Ef rétt­ur­inn er hugsaður sem for­rétt­ur má sleppa past­anu.
Sítr­ónu­dress­ing
safi og fínt rif­inn börk­ur af 2 sítr­ón­um
1 msk. hlyns­íróp eða syk­ur
1 msk. ljóst edik
1 ½ dl olía
salt og nýmalaður pip­ar
Setjið allt í skál og blandið vel sam­an.
Blandið kalk­úna­sal­at­inu vel sam­an við sítr­ónu­dress­ing­una. Smakkið til með salti og pip­ar. Berið fram með góðu brauði.
Af mbl.is

Ofnbakaður skötuselur í karrí-mangósósu með kúskús

Í gær var Fiskbúð Hólmgeirs með tilboð á skötusel, þeim ófagra en ljúffenga fisk! Þrátt fyrir að skötuselurinn sé almennt ekkert ódýr (frekar en annar fiskur hér á landi) þá er hann stundum kallaður humar fátæka mannsins enda afar þéttur og bragðgóður fiskur. Þessi uppskrift er einkar fljótleg en feykilega góð. Ég velti svolítið fyrir mér bökunartímanum en í flestum skötuselsuppskriftum er gefinn upp 10 mínútna bökunartími í ofni. Mér fannst það frekar stuttur tími, sérstaklega fyrir þykkustu bitana. Vissulega er mjög mikilvægt að ofelda ekki skötusel sem og aðra fiska, þá verður hann seigur. En sama gildir ef hann er ekki nægilega eldaður, ef hann er hrár þá er hann líka seigur og óspennandi. Bitarnir voru frekar þykkir og ég endaði á að hafa fiskinn í ofninum í 17 mínútur (eftir að hafa kíkt á fiskinn öðru hvoru) og það passaði fínt. Það er líka gott að sjá til þess að kaupa svipuð stór stykki af fisknum til þess að þau þurfi öll jafn langan eldurnartíma. Það er hægt að kaupa hvaða ,,currypaste“ sem er og hvaða mango chutney sem er, fer bara eftir smekk viðkomandi. Ég notaði milt karrýmauk en sterkt mango chutney í þessa uppskrift og okkur fannst það koma mjög vel út.
Uppskrift:
  • 800 gr. skötuselur
  • nokkrar gulrætur, skornar í litla bita
  • 1/2 kúrbítur, skorinn í litla bita
  • 3 msk. karrímauk (curry paste)
  • 3 msk. mangó-chutney
  • 2 msk. ferskt kóríander
  • 1 stór hvítlauksgeiri
  • grænmetiskraftur (ég muldi einn tening út í)
  • 1 peli rjómi (hægt að skipta út fyrir kókosmjólk)
  • olía
  • salt og  pipar
Aðferð:
Hitið ofninn í 200 gráður. Hreinsið skötuselinn (hann kemur oftast hreinsaður úr fiskbúðum)  og skerið í jafna bita.  Skerið grænmetið í bita. Hrærið saman karrýmauki og mango chutney og saxið kóriander út í maukið. Afhýðið hvítlauk, saxið smátt og bætið út í maukið ásamt grænmetiskrafti og rjóma. Hitið olíu á pönnu og steikið skötuselinn í um 1 mínútu á hvorri hlið á vel heitri pönnunni. Kryddið með salti og pipar.
Raðið skötuselnum í smurt eldfast mót, stráið kúrbít og gulrótunum yfir og hellið svo maukinu yfir allt saman. Bakið í 10-17 mínútur við 200 gráður (fer eftir þykkt skötuselsins).
Berið fram með kúskús eða hrísgrjónum og  góðu salati (og hvítvíni ef þannig liggur á manni!)
Tekið af http://eldhussogur.com

Kladdkaka með tyrkis pebber og súkkulaði


P1120735
Ég fór með þessa köku í vinnuna á bóndadaginn. Bæði því mig langaði rosalega að prófa að baka kladdköku með tyrkis pebber og svo því það var bóndadagur, ég nýti öll tilefni til að prófa nýjar kökuuppskriftir eins og þið vitið. Kakan sló í gegn, svona vægast sagt, ég fékk nokkur bónorð og mikið hrós. Góð fyrir sjálfsálitið þessi kaka s.s. ;)
Kladdkaka með tyrkis pebber
110 g smjör
3/4 dl sykur
1 dl hveiti
1/2 dl kakó
1 egg
1 tsk vanilludropar
1/2 dl piparbrjóstsykur (fyrir mölun)
30 g súkkulaðibitar (c.a 1/2 dl)
P1120730
Bræðið smjör, bætið öllu út í nema súkkulaði og brjóstsykri. Passið að setja eggið ekki út í strax ef blandan er mjög heit, þá eldast það og það á ekki að vera þannig. Brjótið brjóstsykurinn, ég gerði það þannig að ég setti hann í poka, og lamdi með tómri glerkrukku þar til molarnir voru eftir mínum smekk. Ég hef gert þetta með töfrasprotanum mínum líka en þá finnst mér hann verða of malaður og ég vil það ekki. Bætið brjóstsykri og súkkulaði út í og blandið. Ekki of mikið svo súkkulaðið bráðni ekki. Bakið í 10 mín við 175°C. Það miðar við 18 cm form. Ef þið notið stærra form bakið þið styttra, þetta er samt svo lítil uppskrift að ég mæli þá frekar með að tvöfalda hana og ef þið viljið nota stærra form, annars verður kakan svo þunn.  Kakan mun líta út fyrir að vera hálf hrá en hún á að gera það. Þið ætlið nefnilega ekki að borða hana fyrr en hún er orðin alveg köld, helst ekki fyrr en á morgun, eða a.m.k ekki fyrr en eftir nokkra klukkutíma og alls ekki ef hún er heit. Eg ítreka, ALLS EKKI BAKA KÖKUNA LENGUR! Þið munið sjá eftir því.
Kakan er best köld og ís setur svo punktinn yfir i-ið og ekki er verra ef þið myljið meiri brjóstsykur yfir hann.
Tekið af https://kruderiogkjanabangsar.wordpress.com

Saturday, January 24, 2015

Góm­sæt súkkulaði-stykki


Þetta sælgæti er virkilega girnilegt.
Grasa­lækn­ir­inn Ásdís Ragna Ein­ars­dótt­ir er snill­ing­ur í eld­hús­inu og kann sko að reiða fram góm­sæta rétti. Hérna kem­ur upp­skrift frá Ásdísi af „Bounty-stykkj­um“ sem eru í holl­ari kant­in­um, þetta sæl­gæti er auðvelt að út­búa og inni­held­ur aðeins fjög­ur hrá­efni.
Hrá­efni:
2 boll­ar kó­kos­mjöl
1 bolli fljót­andi kó­kosol­ía
1-2 mat­skeiðar líf­rænt aga­ves­íróp eða hun­ang
150 grömm dökkt líf­rænt súkkulaði
Aðferð:
  1. Öllu hrá­efn­inu, nema súkkulaðinu, er hrært sam­an í stóra skál. Blönd­unni er svo þjappað í form ofan á bök­un­ar­papp­ír. Þetta er haft í frysti í u.þ.b. 30 mín­út­ur.
  2. Þá er „kak­an“ tek­in út úr frysti og skor­in niður í hæfi­lega stóra bita. Súkkulaðið er svo brætt yfir vatnsbaði og bit­un­um velt upp úr súkkulaðinu.
  3. Bounty-bit­un­um er þá raðað á bök­un­ar­papp­ír og hafðir aft­ur inni í frysti í nokkr­ar mín­út­ur þar til súkkulaðið er storknað.
Þetta gómsæta sælgæti tekur örfáar mínútur að undirbúa.
Þetta góm­sæta sæl­gæti tek­ur ör­fá­ar mín­út­ur að und­ir­búa.

Rúgbrauðsuppskriftir

Seytt rúgbrauð

Íslendingar borða talsvert mikið af rúgbrauði segir Kristín Gestsdóttir , en henni finnst seyddu brauðin oft of sæt, einkum þau heimabökuðu. 

HÉR áður fyrr var lítill eða enginn sykur eða önnur sætuefni sett í seydd rúgbrauð, enda verða seydd brauð sæt án þess að sætuefni séu sett í þau. Þegar rúgbrauð er bakað við lágan hita í langan tíma brotnar sterkja kornsins niður og sykur myndast. Hliðstætt því sem gerist í eplum sem geymd eru við of hátt hitastig, þau verða mjölmikil og sæt. Sama gerist með kartöflur sem eru geymdar við of lágt hitastig. Við könnumst mörg við það að ef hitinn í kartöflugeymslunni fer niður undir frostmark verða kartöflurnar sætar. Áður en Íslendingar fengu bakarofna voru bökuð pottbrauð við glæður á hlóðum þegar hinn eiginlegi eldur var kulnaður og glóðin sat eftir, en mór og svarð var sett yfir til að halda hitanum, sem mátti ekki verða of mikill. Potti var hvolft yfir brauðið í bakstrinum og þannig er nafnið til komið. Brauðið var bakað að afliðnum degi þegar eldamennsku var lokið og var það tilbúið að morgni áður en skarað var í eldinn og hann glæddur á ný.

Auðvelt er að baka seydd rúgbrauð en það tekur langan tíma, þ.e. um hálfan sólarhring. Það er bakað við lágan hita í lokuðu íláti, t.d. góðri dós, mjólkurfernum eða bökunarpotti, ég nota ferkantaða glæra skál með loki, þá er auðveldlega hægt að fylgjast með bakstrinum. Nú þegar þorri er á næsta leiti getur verið gott að eiga rúgbrauð í frysti og borða með þorramatnum.

Format fyrir uppskriftir Rúgbrauð með hveiti og sírópi

8 bollar rúgmjöl

4 bollar hveiti

5 tsk. matarsódi

7 tsk. salt

1 dl síróp

1 lítri súrmjólk

1. Setjið rúgmjöl, hveiti, matarsóda og salt í skál.

2. Penslið desilítramál með matarolíu og hellið sírópi í það og setjið saman við mjölið. Olían varnar því að sírópið festist við málið. Setjið súrmjólk út í og hrærið saman. Best er að nota hrærivél, en deigið á að vera það lint að hægt sé að taka það í sleif.

3. Smyrjið fimm mjólkurfernur, skiptið deiginu jafnt í þær. Klippið álpappír og þrýstið þétt ofan á deigið, gott bil á að vera ofan á. Lokið fernunum og bakið brauðin í blástursofni við 95­100 C í um 8 klst. en í ofni án blásturs við 100­105 C.

Athugið: Gott er að setja örlítið vatn í lítið álmót eða annað létt ílát og leggja ofan á deigið. Gufan frá vatninu varnar því að brauðið myndi harða skorpu. Þetta getur verið svolítið erfitt ef brauðin eru bökuð í mjólkurfernu, en þá má setja skál með vatni á botn bakarofnsins.

Rúgbrauð úr rúgmjöli með eða án sykurs

1 kg rúgmjöl

2 msk. þurrger

2 tsk. salt

8 dl fingurvolgt vatn úr krananum

2 msk. púðursykur, ef ykkur hentar

1. Setjið rúgmjöl, þurrger, salt og púðursykur ef þið notið hann í skál og blandið saman.

2. Setjið fingurvolgt vatn út í og hrærið eða hnoðið deig.

3. Smyrjið það ílát sem þið ætlið að baka í, setjið deigið í það, fyllið að . Þrýstið vel niður og leggið álpappír ofan á.

4. Bakið við 100­105 í ofni án blásturs, en í blástursofni við 95- 100 . Baksturstími 14 klst.

úr Morgunblaði.



image
Þetta er langbesta rúgbrauðið sem ég hef smakkað. Fékk þessa uppskrift frá henni Fríðu vinkonu minni sem kemur oft og heimsækir mig í vinnuna. Það jafnast ekkert á við svona eðal íslenskt seytt rúgbrauð, hvort sem það er með fiskréttinum eða með einhverju eðal áleggi á þá er svo gott að eiga þetta geggjað heimagerða rúgbrauð.
460 gr rúgmjöl
260 gr heilhveiti
1 ltr súrmjólk
400 gr síróp
3 tsk salt
3 tsk matarsódi
Blandið öllu saman í skál og hrærið vel saman. Þið þurfið síðan pott sem er 3 lítrar og setjið bökunarpappír í botninn, hellið síðan blöndunni í pottinn. Verið búin að forhita ofninn í 90°C og passið upp á að potturinn sem þið notið sé með þéttu og góðu loki. Setjð pottinn í ofninn og bakið í 12 klukkutíma. Ég geri þetta yfirleitt að kvöldi til og læt þetta bakast yfir nóttina, þá er komin ilmandi rúgbrauðslykt um morguninn.
af  http://loly.is


Uppskrift Kristrúnar:
4 bollar rúgmjöl, 2 bollar heilhveiti eda likjandi mjöl, 4 bollar súrmjolk, 1 1/2 bolli sýróp (500gr) 3tsk matarsódi (natron), 3-4 tesk salt. Best ad nota mjólkurfernur eða álíka fernur. Hálfylla þær og loka yfir með álpappír. Bakað i ofni i ca 10-12 tima við 100-110 °C (212-230 Farenheit). Hafa fernurnar standandi. Ef hrært og skellt í ofn að kvöldi, tilbúið þá að morgni. Gott ad frysta. 
Ef ekki fæst súrmjólk má nota Butter Milk (sem reyndar er aðeins þynnri) eða hreint jógúrt, sem er þá þykkari og ég hef þynnt það þá svolítið út með mjólk. Deigið á að vera töluvert þykkt og klístrað og hanga á sleifinni, ekki renna, þá verður þetta of þunnt, en passa að hafa ekki of þurrt heldur. Lenti í því fyrst að hafa þetta of þunnt þar sem buttermilk og maple sýrópið var töluvert þynnra en súrmjólk og venjulega enska sýrópið.

Skúffukaka


P1120223
Öll matarblogg verða að hafa uppskrift af skúffuköku ekki satt? Þegar ég var lítil var ég oft í heimsókn hjá vinkonu minni og þar var alltaf til skúffukaka sem við fengum sneið af í kaffitímanum, oftar en ekki með smá þeyttum rjóma. Þessi skúffukaka var alltaf rosalega góð og eftir að ég flutti að heiman og fór að baka sjálf bað ég vinkonu mína um að fá uppskriftina hjá mömmu sinni. Það var auðsótt mál og síðan hefur kakan verið bökuð í ófá skipti, bæði hversdags og í veislur.
Kakan er mjög einföld, bragðgóð og alltaf mjúk og æðisleg. Ég held ég geti fullyrt að það muni allir elska þessa köku!
Skúffukakan frá Önnu
½ bolli brætt smjör(líki)
1/3 bolli heitt vatn
2 stk egg
1 bolli súrmjólk
3 bollar hveiti
2 bollar sykur
½ bolli kakó
1 tsk negull
1 tsk kanell
1 tsk engifer
1 tsk natron
1 tsk  lyftiduft
½ tsk salt
Öllu blandað saman og hrært, ekki hræra mjög lengi, bara þangað til allt er vel blandað saman og hellt í ofnskúffu. Bakað við 170° m/blæstri í 10-15 mín eða þar til endarnir byrja að losna frá forminu.
P1120219
Ég geri mismunandi krem í hvert skipti, það fer eftir því hvað er til, hvað mig langar og hversu sparileg kakan á að vera. Þetta krem er alltaf gott og er frekar sparilegt.
Gott súkkulaðikrem
150 g smjör
2 eggjarauður
100 g flórsykur
125 g suðusúkkulaði brætt
Þeytið smjörið þar til það verður létt og ljóst, bætið rauðunum út í einni og einni í einu, hrærið vel á milli. Setjið flórsykurinn út í og hrærið mjög vel. Bætið bræddu kældu súkkulaðinu út í og hrærið saman.
P1120298
Tekið af https://kruderiogkjanabangsar.wordpress.com