Wednesday, June 3, 2015

Kúrbíts-súkkulaðibrauð


  • 350 g kúrbítur, grófrifinn
  • 200 g steinlausar sveskjur, mjúkar
  • 125 g smjör, lint
  • 3 egg
  • 100 ml nýkreistur appelsínusafi
  • 1½ tsk vanilluessens
  • rifinn börkur af 1 sítrónu
  • 250 g heilhveiti
  • 40 g kakóduft
  • 2½ tsk lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • ½ tsk kanell
  • ½ tsk salt
Hitaðu ofninn í 165°C. Pressaðu eins mikinn safa úr kúrbítnum og þú getur, t.d. með því að setja hann á viskastykki og vinda það vel. Maukaðu sveskjurnar í matvinnsluvél og hrærðu smjöri og eggjum saman við og síðan appelsínusafa, vanilluessens og sítrónuberki. Hrærðu afganginum af þurrefnunum saman við. Blandaðu að lokum kúrbítnum saman við með sleikju. Settu deigið í jólakökuform og bakaðu brauðið neðst í ofni í um 50 mínútur, eða þar til prjónn sem stungið er í það kemur hreinn út. Láttu það kólna dálítið í forminu en settu það svo á grind. 
Af stundin.is

No comments:

Post a Comment