Thursday, September 24, 2009

Franska súkkulaðikakan frá ömmu Olivier

6 egg,
200/250 g dökkt súkkulaði,
250 g sykur,
100 g hveiti,
125 g smjör (eða smjörlíki, en þetta á ekki að vera nein "kreppu" kaka ...)

Bræða súkkulaðið með smjöri og sykri í vatnsbaði, bæta svo út í þeyttum eggjarauðum, hveiti og hvítunum stífþeyttum (með hnífsbroddi af salti). Setja deigið í form (smelluform virkar best) sem búið er að smyrja og sáldra með hveiti. Baka við 180 í 35 mín.

Kakan verður alltaf svolítið blaut og þarf helst að standa svolítið. Ekki síðri daginn eftir.

Ef vill, má setja súkkulaði yfir hana líka, brætt með smjöri.

No comments:

Post a Comment