6 egg,
200/250 g dökkt súkkulaði,
250 g sykur,
100 g hveiti,
125 g smjör (eða smjörlíki, en þetta á ekki að vera nein "kreppu" kaka ...)
Bræða súkkulaðið með smjöri og sykri í vatnsbaði, bæta svo út í þeyttum eggjarauðum, hveiti og hvítunum stífþeyttum (með hnífsbroddi af salti). Setja deigið í form (smelluform virkar best) sem búið er að smyrja og sáldra með hveiti. Baka við 180 í 35 mín.
Kakan verður alltaf svolítið blaut og þarf helst að standa svolítið. Ekki síðri daginn eftir.
Ef vill, má setja súkkulaði yfir hana líka, brætt með smjöri.
Thursday, September 24, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment