Botn:
1 pakki Frón hafrakex
100 g smjör
Smjör brætt í potti og hafrakexið mulið út í smjörið, þessu þrýst í botninn á eldföstu móti og bakað í 10 mínútur við 200 C.
Fylling:
1 peli rjómi
1/3 - 1/2 dós hrinn rjómaostur
2 dl flórsykur
Rjómaosti og flórsykri hrært vel saman þangað til blandan verður mjúk, rjómi þeyttur, þessu blandað svo vel saman og sett ofan á kældan botninn.
Það er best að geyma ostakökuna í sólarhring áður en hún er borin fram.
Monday, September 21, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment