Thursday, September 24, 2009

Hrátt trönuberjameðlæti

l pakki trönuber fersk (trúlega má einnig nota frosin)
1 appelsína (með berki)
1 bolli sykur

Skera appelsínuna í frekar litla bita, þvo ber og mauka svo allt saman í blandara.

Þessa trönuberjasósu fékk ég fyrst hjá tengdamömmu á Þakkargjörð. Hreifst af henni því hún er svo lystaukandi og skemmtileg tilbreyting við soðnu sultuna sem við gerum venjulega með kalkúninum. Hún er kannski ekki fyrir allra smekk, því trönuber eru mjög beisk og þessi beiskleiki heldur sér svolítið þegar berin eru borin fram svona ósoðin, ennfremur gefur appelsínubörkurinn svolítið bit.

Ég fékk uppskriftina hins vegar í gegnum mömmu, þá var hún búin að kría hana út úr tengdamömmu, en þetta er einfaldlega eitthvað sem stóð utan á berjapoka einhvern tíma ... Þegar við erum með kalkún, þá gerum við oft báðar gerðir af trönuberjameðlætinu, sum sé ósoðnu útgáfuna og soðnu útgáfuna. (Þannig er það líka yfirleitt hjá tengdamömmu.)

No comments:

Post a Comment