Tuesday, January 27, 2015

Fenníku-, sítrus- og salt­leg­inn kalk­únn

fyr­ir 8-10
1 kalk­únn, 5-6 kg
150 g smjör, við stofu­hita
1 hvít­lauks­geiri, pressaður
1 msk. fenníku­fræ, steytt
1 tsk. rós­marín, steytt
½ tsk. nýmalaður pip­ar
safi og fínt rif­inn börk­ur af 1 sítr­ónu
2 msk. fenníku­lauf, smátt söxuð
Takið inn­mat­inn inn­an úr fugl­in­um og setjið fugl­inn á kaf ofan í kryddpækil­inn. Geymið á köld­um stað í 24-48 klukku­stund­ir. Takið þá kalk­ún­inn úr leg­in­um, þerrið og skerið væng­end­ana af. Ef þið viljið má sleppa þessu skrefi með pækil­inn en hann ger­ir fugl­inn ein­stak­lega safa­rík­an og bragðgóðan.
Blandið smjöri, hvít­lauk, kryddi, sítr­ónusafa, -berki og fenníku­lauf­um sam­an í skál og setjið í sprautu­poka. Smeygið hend­inni á milli bring­unn­ar og hams­ins og losið ham­inn frá al­veg að hálsi, vængj­um og lær­um. Sprautið krydds­mjör­inu und­ir ham­inn og jafnið það út.
Fyllið fugl­inn með fenníku­fyll­ing­unni og setjið í ofnskúffu. Bakið í 190°C heit­um ofni í 15 mín­út­ur eða þar til hann er orðinn fal­lega brúnaður, lækkið þá hit­ann í 150°C og bakið í 45 mín­út­ur fyr­ir hvert kíló eða þar til kjarn­hiti nær 70°C. Ausið smjör­inu og soðinu úr ofnskúff­unni reglu­lega yfir kalk­ún­inn á meðan hann er í ofn­in­um.
Berið fugl­inn fram með fenníkusós­unni, fyll­ing­unni, kart­öfl­um og græn­meti eft­ir smekk.
Kryddpæk­ill
6 l vatn
3 ½ dl salt
3 ½ dl syk­ur
1 msk. rós­marín
1 msk. fenníku­fræ
½ fenníka, smátt söxuð
1 lauk­ur, smátt saxaður
2 hvít­lauks­geir­ar, smátt saxaðir
3 cm engi­fer­rót, skræld og smátt söxuð
1 app­el­sína, skor­in í sneiðar
2 l eplasíder
Setjið 2 l af vatni í pott ásamt öllu öðru í upp­skrift­inni nema eplasíder.
Sjóðið í 10 mín­út­ur og kælið síðan vel. Hellið krydd­vatn­inu í stóra fötu, pott eða annað ílát sem rúm­ar kalk­ún­inn. Hellið rest­inni af vatn­inu út í og blandið eplasíder sam­an við.
Fenníku­fyll­ing
2 msk. olía
1 msk. fenníku­fræ
1 fenníka, smátt söxuð
1 lauk­ur, smátt saxaður
1 ½ dl hvít­vín eða vatn
10 brauðsneiðar, skorpu­laus­ar og
skorn­ar í ten­inga
2 egg
300 g soðið banka­bygg
½ dl sam­buca, má sleppa
2-3 msk. sítr­ónusafi
1 tsk. salt
nýmalaður pip­ar
Hitið olíu í potti og látið fenníku­fræ, saxaða fenníku og lauk krauma í 2 mín­út­ur án þess að brún­ast. Hellið hvít­víni út í og sjóðið niður um ¾, kælið. Setjið blönd­una í skál ásamt rest­inni af hrá­efn­un­um og blandið vel sam­an.

Kalk­úna­sal­at með spínati og sítr­ónu­dress­ingu

Kalk­úna­sal­at
Fyr­ir 4-6
400 g kalk­úna­af­gang­ar, skorn­ir í bita
1 poki spínat
2 lárper­ur, hýðis- og stein­laus­ar, skorn­ar í bita
1 ag­úrka, skræld og kjarn­hreinsuð, skor­in í bita
1 dl kasjúhnet­ur
2 dl græn vín­ber, má sleppa
salt og nýmalaður pip­ar
400 g pasta, soðið skv. leiðbein­ing­um á umbúðum.
Ef rétt­ur­inn er hugsaður sem for­rétt­ur má sleppa past­anu.
Sítr­ónu­dress­ing
safi og fínt rif­inn börk­ur af 2 sítr­ón­um
1 msk. hlyns­íróp eða syk­ur
1 msk. ljóst edik
1 ½ dl olía
salt og nýmalaður pip­ar
Setjið allt í skál og blandið vel sam­an.
Blandið kalk­úna­sal­at­inu vel sam­an við sítr­ónu­dress­ing­una. Smakkið til með salti og pip­ar. Berið fram með góðu brauði.
Af mbl.is

No comments:

Post a Comment