Saturday, September 26, 2009

Fljótlegt pasta með kirsuberjatómötum


450 g pasta
2 lúkur af sætum kirsuberjatómötum, helminguðum
1 rauðlaukur, saxaður
1 hnefi sólþurrkaðir tómatar í olíu, saxaðir
2 hnefar basilíka, söxuð eða rifin
2-3 msk ólífuolía
2 msk balsamedik
salt og nýmalaður svartur pipar
parmesanostur

Steikið laukinn við hægan hita í ólífuolíunni, þar til hann er mjúkur. Sjóðið pastað "al dente". Hendið sólþurrkuðu tómötunum á pönnuna með lauknum og hellið balsamedikinu yfir. Setjið að síðustu fersku tómatana á pönnuna, í um tvær mínútur, rétt nóg til að þeir hitni, en soðni ekki. Blandið þessu saman við pastað, ásamt basílikunni, saltið og piprið. Berið fram með rifnum parmesanosti.

Innblásið af uppskrift frá Jamie Oliver. Mér finnst hins vegar svo gott að hafa ferska tómata að ég bætti þeim í og breytti hlutföllum. Við eldum þetta mikið á sumrin, sér í lagi í hallæri, þegar við höfum ekki planað neitt sérstakt í matinn, því við eigum alltaf ferska tómata og basílíku af plöntunum okkar. Jamie talar um spaghetti í sinni uppskrift, en mér finnst betra að nota ferskt pasta, og þá jafnvel allt eins fyllt pasta, svo sem tortellini eða ravioli.

4 comments:

  1. ohhhhh.... ætlaði að elda þetta í kvöld. Var búin að vera á flakkinu og ekki með uppskriftina á hreinu. En keypti kirsuberjatómatana og þessa sólþurrkuðu en klikkaði á aðalatriðinu sem er náttlega basilika..... kemur dagur eftir þennann....

    ReplyDelete
  2. Já, einmitt, ég set líka svolítið grimmt af henni. Það væri hugsanlega inni í myndinni að nota einhverjar aðrar ferskar kryddjurtir, en tómatur og basílíka eru bara svo mikil hjón. Rauðlauknum má náttúrlega skipta út fyrir annars konar lauk líka, en liturinn á honum er svolítið atriði fyrir "lúkkið" á réttinum.

    Ástæðan fyrir því að ég nota gjarnan fyllt pasta er auðvitað sú að þannig gengur mér best að sannfæra kallinn um að ég sé í alvöru að bera á borð fyrir hann mat! ;-)

    ReplyDelete
  3. mmm... þetta var algjört æði... og allir borðuðu með bestu lyst, strákarnir líka duglegir. Ég hefði jafnvel mátt setja meira af basil, var aðeins of feimin við það, man það næst.

    Takk fyrir mig.... namminamm!!!;)))

    ReplyDelete
  4. Hér er enn ein útfærslan á að því er mér virðist sama réttinum.

    ReplyDelete